Uppskriftir

Steiktar andabringur frá Labeyrie

Prenta Prenta

Uppskrift fyrir 5 manns

3 andabringur látnar þiðna í ískáp . Andabringur frá Labeyrie þarf ekki að snyrta.
Skerið grunnt um það bil 1 cm teninga í fituhliðina. Gott að nota dúkahníf.
Passið að skera ekki niður í vöðvann.
Bringan steikt á pönnu með fitulagið niður þar til gullinn litur er kominn á hliðina.
Passið að steikja ekki við of mikinn hita og engrar olíu er þörf
Hellið fitunni sem kemur af bringunum í krukku og hún geymist vel í ísskáp í 3-4 vikur.

Gott að nota til steikingar á öllu meðlæti, grænmeti eða ávöxtum sem notast með villibráð
Snúið við og steikt stutt á kjöthliðinni rétt til lokunar. Kryddið með salti og pipar og ef kröftugra bragð er óskað þá má nota ferskar kryddjurtir eins og rósmarín, timían og salvíu smátt saxað, ennfremur er gott að nota krydd frá Pottagöldrum villijurtakrydd og lambakjötskrydd til helminga.
Raða bringunum í eldfast fat eða ofnskúffu með fituhliðina upp og sett inn í 180 gr heitan ofn í u.þ.b. 15 – 20 mín.
Takið út og lokið ofnskúffu með álpappír í ca 10 – 15 mín áður en þær eru skornar niður í þunnar sneiðar.
Sósa veiðmannsins
2 mtsk andafitan
1 fint sax. rauðlaukur
2 mtsk bl. villisveppir sax.
1 mtsk sax. bacon
2 mtsk sætt appelsínuþykkni ( djúsþykkni )
½ ltr appelsínusafi
½ ltr rjómi
Sósujafnari
Andakraftur e. smekk
Sósulitur
Steikið laukinn baconið og sveppina í fitunni, bætið appelsínuþykkni og safa útí og sjóðið í 20 -30 mín. Bragðbætið með krafti og kannski kryddjurtarafgöngum. Að síðustu er rjómanum bætt í og lokasmakk.

Meðlæti er gott að hafa heimalagað rauðkál, eplasalat og ristaðan spergil.

Verði ykkur að góðu.

Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari