Um Zilia

Um Zilia

Söluskilmálar
Staðfesting pöntunar og staða vörunnar sent um hæl í tölvupósti
Skilaréttur á vöru er 5 virkir dagar eftir afhendingu.

Um Zilia

Innflutningsfyrirtækið Zilia var stofnað árið 2006 af eiganda þess, Pétri Sigurðssyni.

Markmið fyrirtækisins voru frá upphafi að gefa Íslendingum kost á sérvöldum sælkeravörum á sanngjörnu verði.

Fyrirtækið hafði þá þegar tryggt sér einkaumboð fyrir vörum frá hinum virta framleiðenda Labeyrie í Frakklandi og voru vörur frá Labeyrie einu vörur fyrirtækisins fyrstu mánuði starfseminnar og er Labeyrie ennþá stærsti birgir Zilia.

Zilia hefur bætt við einkaumboðum fyrir einn stærsta kjötheildsala í Frakklandi ásamt virtum útflytjenda á frönskum ostum.

Fyrirtækið hefur frá upphafi gert strangar kröfur um virkt gæðaeftirlit til erlendra birgja sinna og gert að skilyrði að gæðaeftirlit nái frá uppruna vörunnar í gegnum framleiðsluferli, flutninga til Íslands, geymsluaðstæður og dreifingu hérlendis.

Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður og hafa allar vörur fyrirtækisins fengið afbragðs móttökur einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið hefur engu að síður alltaf haft að leiðarljósi að sýna afbragðsþjónustu fremur en stækkun.

Vörur fyrirtækisins eru fánlegar allt árið hjá Melabúðinni.

Zilia selur líka til stóreldhúsa og veitingastaða, bæði frysta vöru og hálf eða fulleldaða.