Sulta

Sulta

Fíkjusulta og lauksulta eru syndsamlega ljúffengar og algerlega ómissandi meðlæti með Foie Gras. Sulturnar eru frá Labeyrie, sama framleiðanda og flestar vörur sem Zilia hefur á boðstólum. Merkið tryggir gæðin.

Product Options

Price: 390,00 ISK

Loading Updating cart…

Sjávarsalt | Fleur de Sel de Camargue

Franskt sjávarsalt í hæsta gæðaflokki enda heimsþekkt. Saltið frá Le Saunier de Camargue er handunnið í héraðinu Camargue við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Boxið er innsiglað með loki úr náttúrlegum korki og því fylgir miði sem sýnir nafn saltmeistarans sem hafði umsjón með uppskerunni sem gaf af sér saltkristallana í hverju boxi.

Price: 890,00 ISK

Loading Updating cart…

Andafita

Andafita inniheldur minna kólestról og þolir um leið hærra hitastig en smjör og önnur eldunarfeiti. Því er hún kærkominn valkostur í nútíma eldhús.

Andafitan er í 3500 gr pakkningum.

Additional DescriptionMore Details

Með því að steikja kartöflur upp úr dálítilli andafitu færðu sérlega fallegan gljáa og yfirborðið verður stökkara á kartöflunum. Blandaðu pressaðan og léttsteiktan hvítlauk út í fituna og þá ertu með ‘Gascoigne-smjör’ sem bragðbætir súpur og pottrétti með himneskum hætti og gerir brauðteningana í salatið ómótstæðilega. Grænmeti frá Miðjarðarhafssvæðinu á borð við papriku, kúrbít og eggaldin fá alveg nýjan bragðkeim þegar þær eru steiktar eða grillaðar með andafitu og hvítlauksgeirum.

Price: 5.610,00 ISK

Loading Updating cart…