Uppskriftir

Reykt andabringa

Ég snögg steiki reykta bringu báðu megin ( bara rétt til að loka kjötinu) á heitri pönnu, set síðan pönnuna í 180° heitan ofn í 15 mín

Læt kólna og sker bringuna í þunnar sneiðar

Meðlæti: fíkjusulta eða rifsberjahlaup og pínu salt (sem þú seldir mér) gott er líka að skera melónu í litla bita og hafa með. Og svo náttúrulega gott rauðvín.

Þetta meðlæti er líka mjög gott á venjulega andabringu, en ég steiki hana eins, nema í sker í fitun með svona tveggja sentimetra millibili og snöggsteiki á heitri pönnu og set síðan í 180° heitan ofn í ca 20 mínútur, sker síðan í þunnar sneiðar.

Uppskrift frá Ingu Jónu Ævarsdóttir