Dönsk Jólaönd að hætti Péturs
Þessi uppskrift er úr Frk. Jensen Kogebok ( Helga Sig. Dana ). Staðfærð af Pétri Sig. Uppskriftin miðast við 4,2 kg Franska aliönd:
Önd með fyllingu (fyrir 5)
1 Önd 4,2 kg.
1 og ½ tsk salt
1 L vatn
Svatur pipar og/eða villibráðakrydd
Fylling 1 (Epla og sveskjufylling)
4 epli
150g. sveskjur
Skorið í litla bita og svo blandað saman
Fylling 2 (Mangó og fíkjufylling)
3 dl kúskús
2 dl. Eplasafi
1 mango skrælt í litlum teningum
2 fíkjur smátt saxaðar
¾ chili aldin, smátt saxað
3 matsk mynta, gróft söxuð
3 matsk kóríander, smátt saxað
2 matsk sítrónusafi
2 egg
Salt og pipar
Setjið kúskús í skál hitið eplasafann að suðu og hellið yfir. Látið standa undir loki í 10 min. Síðan er öllu blandað vel saman.
Sósa:
3 matsk andafita
2 dl kjötsafi ( af öndinni )
Lýsing
Nuddið öndina með salti og fyllið hana með eplasneiðum og sveskjum. Lokið vandlega setjið á fat, ofnskúffu eða í steikarpott.
Setjið í 160° heitan ofn í 3 tíma eftir 1 klst er fitunni hellt af og vatninu hellt á skúffuna, fatið eða steikarpottinn. Eftir 3 tíma er hitinn á ofninum minnkaður í 100° svörtum pipar og ef til vill villibráðarkryddi frá pottagöldrum sáldrað yfir og steikt áfram í 40 mín. Þá ætti að passa að slökkva á ofninum og láta öndina standa þar í ca 20 mín.
Ef innmatur fylgir með er gott að steikja hann og búa til kraft fyrir sósuna. Annars má notast við andakraft frá Oskari.
Meðlæti
Danir bera öndina oftast fram með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, súrsuðum gúrkum og fíkjusultu.
Ég mæli líka mjög með soðnum, stöppuðum sætum kartöflum smábakaðar með púðursykri yfir í ofni.
Gljáuðum belgbaunum ( í andafitu ) og
Hunangsgljáðri peru og eplablöndu:
2 matsk. Andafita 2 perur skornart í báta
1 epli skorið í báta
2 matsk. fljótandi hunang
½ tesk kanill
Hitið fituna á pönnu og steikið eplin og perurnar í olíunni, hrærið í öðru hvoru. Hellið hunanginu yfir. Stráið kanellnum yfir. Lækkið hitan hrærið vel saman og látið malla þar til mjúkt 5-10 mín.
Annað
Hægt er að nota fituna af öndinni ( fitan geymist í ca 3 vikur í lokuðu íláti í ísskáp ) eða fjárfesta í krukku af hreinsaðri fitu frá Zilia. Zilia selur ennfremur afbragðs sultur. Sjá vefverslun undir www.Zilia.is. Þar má einnig finna uppskriftir til dæmis af góðri sósu ( Brynjar Eymundsson ), sjá hér.
Verði ykkur að góðu!