Uppskriftir

Döðlusósa með gráðosti

Prenta Prenta

20-25 þurrkaðar döðlur eru hreinsaðar og skornar í litla bita.
Döðlurnar eru svo settar í pott og 2 dl köldu vatni hellt yfir.

Döðlurnar og vatnið er soðið saman þar til döðlurnar leysast upp í vatninu. Það má gjarnan nota töfrasprota til að leysa döðlurnar betur upp.

1 sneið af gráðaosti er sett út í döðluvökvann og látið krauma.

2 1/2 dl. af rjóma bætt útí og hitað vel upp (án þess þó að sjóða of mikið).

Leysið upp 1 tsk af Oscar villibráðakjötkrafti í 1 dl af vatni og hellið út í sósuna.

Bragðbætt með 3 msk af rifsberjahlaupi og 4 msk af sherryí.

Saltið og piprið eftir smekk.
Edda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfi