Uppskriftir

Confit de Canard – Hægelduð andalæri

Prenta Prenta

6 andalæri í dós
Uppskrift fyrir 5-6
 
Sjóðið eggjanúðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka, sigtið þær, skolið og kælið.

Hitið dósina á meðan undir heitu kranavatni til að losa um lærin úr fitunni. Takið hluta af fitunni frá til síðari nota.

Bakið andalærin í ofnskúffu eða eldföstu fati á ca. 200 gráðum í 25 mín. eða þar til þau eru orðin vel heit og stökk. Best er að hella fitunni af ef mikið fylgir leggjunum úr dósinni.

Takið puruna af, steikið ferskt rótargrænmeti eins og gulrætur, lauka, sellery, fernel o.fl. í ræmum á pönnu í andafitunni. Einnig má nota ávexti t.d. mango eða epli með.

Blandið nú núðlunum við steikta grænmetið ásamt Teriyaki sósu.

Andakjötinu er nú flett af beinunum og blandað saman við.

 

Svona getur þessi einfaldi réttur verið tilbúinn á svipstundu.

 

Verði ykkur að góðu
Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari