Vörur

Vörur Zilia eru til sölu í Fjarðarkaupum, Nóatúnsbúðunum og Melabúðinni auk þess sem Zilia selur einnig til stóreldhúsa og veitingastaða. Zilia hefur einkaumboð fyrir nokkur frönsk matvælafyrirtæki svo sem Labeyrie, Caviagro Sarl, M/S Selection ásamt nokkrum heildsölum, aðallega í kjötvörum.

Zilia hefur boðið uppá fjölbreytt vöruúrval á hverjum tíma, en höfuðáherslan er á andaafurðir frá Labeyrie, sem er með yfirburðastöðu á frönskum markaði sökum gæða ásamt hæstu kröfum um staðlaeftirlit á öllum stigum framleiðslunar.

Zilia er ennfremur oftast með ýmsa prýðilega kjötvöru frá öðrum framleiðendum og þá jafnan á lægra verði. Má þar nefna heilar endur í góðum stærðarflokkum, nautakjöt og fleira sem ekki er alltaf til á lager, en sett verður inná vefinn jöfnum höndum.

Helstu vörur Zilia frá Labeyrie eru:

Andalifrarpaté “Foie Gras“

Andalifrarpaté, eða “Foie Gras“ eins og það heitir á frönsku, er fyrirliggjandi hjá Zilia í mjög fjölbreyttu úrvali og pakkningastærðum. Foie Gras (lesist fúa gra) er hátíðarforréttur sem bera má fram eitt sér eða með ristuðu brauði eða saltkexi. Ómissandi er að eiga sérstakt kryddsalt og fíkju- eða lauksultu með.

Andalæri “Confit de Canard“

Andalæri eru til bæði frosin og svo fullelduð.
Frosin andalæri eru til í u.þ.b. 15 kg. kössum og ennfremur í rúmlega 700 gr. pakkningu og eru þá 2 leggir í pakka. Einnig er hægt að kaupa andafitu eina og sér, þannig að fólk geti útbúið sitt eigið “Confit de Canard”.

Andalæri fást líka fullelduð í dós, 4-12 leggir í pakkningu (190g stykki).

Franskar andabringur (frosnar)

Franskar Andabringur frosnar, beinlausar, vel snyrtar tilbúnar til steikingar meðalþungi er um 330 gr. stykkið

Franskar Andabringur (reyktar)

Franskar Andabringur reyktar, eru til ferskar fyrir jól í 90 gr pakka niðurskornar í þunnar sneyðar. Frosnar samskonar pakkningar eru oftast til hjá Zilia

Heil Önd - frosin

Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum.

Meðlæti

Zilia býður upp á margskonar meðlæti í hæsta gæðaflokki til að gera himneska matvöru enn betri. Fíkjusulta, lauksulta og kryddsalt gera andalifrarpaté að nýrri upplifun. Einnig er á boðstólum andafita og úrvals sjávarsalt sem notast með bringum og andalærum.