Andafita inniheldur minna kólestról og þolir um leið hærra hitastig en smjör og önnur eldunarfeiti. Því er hún kærkominn valkostur í nútíma eldhús.
Andafitan er í 3500 gr pakkningum.
Með því að steikja kartöflur upp úr dálítilli andafitu færðu sérlega fallegan gljáa og yfirborðið verður stökkara á kartöflunum. Blandaðu pressaðan og léttsteiktan hvítlauk út í fituna og þá ertu með ‘Gascoigne-smjör’ sem bragðbætir súpur og pottrétti með himneskum hætti og gerir brauðteningana í salatið ómótstæðilega. Grænmeti frá Miðjarðarhafssvæðinu á borð við papriku, kúrbít og eggaldin fá alveg nýjan bragðkeim þegar þær eru steiktar eða grillaðar með andafitu og hvítlauksgeirum.