Birgjar

Birgjar

Zilia hefur einkaumboð fyrir nokkur Frönsk matvælafyrirtæki svo sem Labeyrie, Caviagro Sarl, M/S Selection ásamt nokkrum heildsölum mest í kjötvörum.
Lang stærsti hluti innflutningsins kemur frá Labeyrie eða um 80% veltunnar.
Zilia hefur boðið uppá fjölbreytt vöruúval á hverjum tíma, en höfuðáherslan er á andaafurðir frá Labeyrie, sem er með yfirburða stöðu á Frönskum markaði sökum gæða ásamt hæstu kröfum um staðlaeftirlit á öllum stigum framleiðslunar.

Um Labeyrie

Labeyrie er í eigu Alfesca Group, sem er Íslenskt fyrirtæki. Alfesca Group á fjölmörg fyrirtæki í matvælaiðnaði og er orðið leiðandi fyrirtæki á Evrópumarkaði í völdum vörutegundum eins og reyktum sjávarafurðum, andaafurðum, rækjuafurðum og öðrum tilbúnum sælkeravörum.

Labeyrie sem er leiðandi aðili á frönskum markaði bæði í reyktum sjávarafurðum og þó ekki minna þekktir fyrir gæðavörur úr öndum. Þar má telja frosnar andabringur, frosna andaleggi, niðursoðna tilbúna andaleggi ( Confit de Cannard ), andafitu, frosna andalifur og síðast og ekki síst hið heimsfræga „Foie Gras “ tilbúið í fjölmörgum bragðtegundum og samsetningum.

Alfesca Group selur flestar sínar vörur undir nafni einstakra framleiðenda innan hópsins og eru vörur Labeyrie að sjálfsögðu seldar undir Labeyrie merkinu Undir forustu Alfesca hefur Labeyrie haslað sér völl í útflutningi til helstu Evrópulanda og Rússlandsmarkaður er í miklum vexti.

Stutt ágrip af sögu Labeyrie:
1946 Robert Labeyrie opnar fyrstu verksmiðju sína í SV Frakklandi, Saint-Geours-de-Maremne.
1963 Fyrsti sjálfsafgreiðslu markaðurinn opnaður í Frakklandi: R. Labeyrie sér tækifærin sem felast i þessum nýjungum og nýtir þau.
1987 Labeyrie treystir mátt auglýsinga með herferð í sjónvarpi í París.
2000 Labeyrie kaupir Vensy Group, leiðandi fyrirtæki í reyktum laxi á Spánarmarkaði.
2001-2004 Labeyrie kaupir tvö frönsk matvælafyrirtæki og laxafyrirtæki í Skotlandi.
2004 Labeyrie Group sameinast Islensku fyrirtæki SÍF og er nú hluti af Alfesca Group
2007 Alfesca kaupir franskt fyrirtæki í rækjuiðnaði.