HAFMEYJAN ZILIA FYRIR ALLA

HAFMEYJAN ZILIA er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á sælkeramatvörum frá Frakklandi.
Við bjóðum upp á gæðavörur unnar úr öndum, reyktar sjávarafurðir, rækjur og aðrar tilbúnar gæðavörur eins og hið heimsþekkta lostæti Foie Gras.

VEFVERSLUN ZILIA

Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar og láttu hrífast af dásemdunum sem Frakkland hefur upp á að bjóða. Þú pantar og greiðir með öruggum hætti á síðunni og vörurnar nálgast þú svo í framhaldinu í afgreiðslu okkar í Akralind 5 Kópavogi.

UPPSKRIFTIR

Hér má finna nokkrar uppskriftir fyrir hráefni sem Hafmeyjan Zilia býður upp á. Þær koma ýmist frá matreiðslumeisturum, matgæðingum eða öðru áhugafólki um matreiðslu.

HafÐu samband

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um vörurnar er alltaf hægt að ná í okkur. Hafðu samband í síma 567 9800 eða sendu okkur línu hér.

VÖRURNAR OKKAR

Hafmeyjan Zilia hefur einkaumboð fyrir sælkeravörur frá nokkrum virtum matvælafyrirtækjum frá Frakklandi. Flaggskipið þeirra á meðal er Labeyrie en það er langstærsta fyrirtækið á sínu sviði í Frakklandi og hefur það markaðshlutdeild á bilinu 25-35% í andaafurðum og laxi.